Ágætis mynd, mjög fyndin á köflum og ég nennti að horfa á hana alla. Léleg útgáfa af Clerks. Sem er hrós :)
Ég veit að Gummi karakterinn á ekki að vera raunverulegur, en það meikar ekki sense fyrir hann að spila dungeons and dragons held ég, án þess að hafa spilað það sjálfur, því hann er of vitlaus eða félagslega heftur.
Fannst flestir leikararnir yfir höfuð standa sig vel. Sá sem lék Rúnar var trúverðugur og Gummi var fyndinn - það er erfitt að klúðra svona karakterum en hann virkaði. Í löngu bílsenunni sem byrjar á 6:00 brosti/flissaði Rúnar nokkrum sinnum (t.d. 9:11), en það var frekar vel falið og skemmdi ekki fyrir (því að þessar aðstæður væru fyndnar í alvörunni).
Sá sem mér fannst verstur var sá sem lék Örvar, en það er kannski erfiðara að leika það hlutverk því það er minna djók en hin hlutverkin. Mér fannst líka margar línur frá Örvari ónáttúrulegar, sem spilar inn í. Það hefði kannski verið betra að láta hann vera meira rational heldur en bara pjúra nöldrara, svo maður væri ekki algerlega á móti honum.
Í sambandi við continuity þá var birtustigið úti frekar inconsistent.
Tónlistin var fín, er það rétt skilið hjá mér að "aðal lagið" hafi verið samið fyrir myndina? Endilega uploadið því einhvers staðar ef svo er, og ef ekki væri ég til í að vita hvaða lag þetta er.
Overall mjög fín tilraun og gangi ykkur vel með framhaldið.