svefnrofalömun
málið er að þegar ég fer að sofa þá fæ ég svakalega oft svefnrofalömun.(google it) Þegar þetta gerist þá heyri ég yfirleitt skrítinn söng eða mjög hátt vélarhljóð og fæ skyndilega mjög stingandi og mikinn verk í magann ásamt því að finna þunga leggjast yfir bringuna og geta ekki hreyft mig. ég verð mjög hrædd þegar þetta gerist og ég vil varla fara að sofa við ótta um að þetta gerist. það gerist líka stundum að ég sé ofskynjanir og heyri háa tónlist og ég þoli þetta ekki! svo ég var að pæla í því hvort að ég sé ein um að lenda í þessu eða eru fleiri?:) og get ég gert eitthvað til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist?