Atburðir síðustu daga eru búnir að vekja upp athygli mína, en ekki á þann hátt sem nokkrir einstaklingar hér á bæ vildu. Spamm líkt og átti sér stað hér gerir þveröfugt við þau áhrif sem óskað er eftir. Ef fólk vill koma punkti á framfæri - og vill að einhver beri virðingu fyrir þeim punkti, þá er engin leið betri til þess að skjóta sig í fótinn en að gera sömu einstaklingum og eiga að taka eftir og hlusta gífurlega erfitt fyrir með asnaskap líkt og þeim sem þetta spamm var. Það þurfti að ræsa út tæknimenn um miðja nótt til að taka á þessari árás og gæti reikningurinn fyrir slíka vinnu, sem er ekki ódýr, fallið á viðkomandi notendur. Það á enn eftir að koma í ljós hvað verður.
Og varðandi hitt málið, ykkar vandamál við Lily2. Ég er maður raka. Ef þið hafið eitthvað gegn henni vil ég rök fyrir því, annað hlusta ég ekki á. Rökin þurfa að vera gild, mæla gegn vinnu hennar sem stjórnandi byggt á þeim gildum sem miðað er við og ætlast af stjórnendum Huga. Mótmælendum Lily2 er velkomið að taka sig saman og senda mér bréf, sem ég vil að fullu undirritað af öllum sem hafa út á hana að setja, og telja fram þær ástæður sem þeir hafa til þess að víkja skuli Lily2 úr starfi. Ef rökin eru lítil sem engin og um er að ræða eitthvað tilfinningalegt væl, mun ég ekki hlusta. Ef mér berst slíkt bréf mun ég bera það fram við Lily2 ef ég tel ástæðu til og gefa henni möguleika á að andmæla þeim rökum sem í bréfinu eru. Að lokum mun ég svo meta stöðuna byggt á þeim rökum sem koma frá andmælendum Lily2 og hennar mótrökum við þeim andmælum.
Ég ætla ekki að láta aðgerðir nokkra aðila skemma fyrir öðrum notendum /sorp, en tilteknir aðilar (sem ég veit hverjir eru) hafa misst allan svarrétt í þessu máli, þar sem ég verðlauna ekki neikvæða og barnalega hegðun. Þeir skulu betur sleppa því að skrá sig í það bréf sem mér þá mögulega berst, því þeirra nöfn munu gera ekkert nema að veikja málstaðinn.
Svo segjum við þessu máli lokið nema þið, notendur /sorp sem hafið út á Lily2 að setja, geri það á málefnanlegan hátt. Annars hlusta ég ekki á frekari kvartanir og mun ráðleggja yfirstjórnendum mínum að gera slíkt hið sama.
Kveðja,
Ritstjóri
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard