HAHAHA MADE YOU LOOK!
Allavega;

Hver er maðurinn?
Þetta er spurning sem maður veltir ekkert dagsdalega fyrir sér; ekki svo oft sem maður stoppar við allt sem maður er að gera, frestar öllu saman andartak og tekur sér stund í að hugleiða og íhuga þessa djúpu spurningu sem brennur þó á vörum allra viti borinna lífvera.
Semsagt, þessi maður - MAÐURINN réttara sagt - er ekki allur eins og hann sýnist.
Þessum tiltekna manni má líkja við tilfinninguna sem þú færð þegar þú vaknar eldsnemma, nennir enganveginn í skólann en fattar að það er laugardagur og ferð aftur að sofa, eða þegar þú nennir ekki að fara í leiðinlegan tíma og kennarinn er veikur og þessvegna kemstu fyrr heim.
Í stuttu máli; þessi maður er vegurinn og ljósið, heilagri en þvag Maríu Mey, kærleikurinn og umhyggjan í ísköldu hjarta Hitlers - hann er tilfinningin sem umvefur þig þegar þú toppar highscore-ið sem þú ert búinn að vera að berjast við, þegar þú rétt nærð strætó eða þegar þú kemur svangur heim og það er hellingur til að muncha.
Þessi tiltekni maður er ástin og flippið í lífinu okkar, ástæðan fyrir því að við vöknum á morgnanna, af hverju við skiptum reglulega um föt, förum í sturtu og þrífum á okkur kynfærin eftir klósettferðir.
Hann er karamellupönnukaka, vaffla með súkkulaði, jarðaberjaís með karamellusósu, svart doritos og kók þegar manni langar að muncha, rjúkandi heit Greifapizza við svengd, húsasund þegar maður þarf að míga úti á djamminu, verkjatafla í túrverkjum og þynnku, sæng á köldum vetrardegi/nóttu….

Hann er SvartiSaudurinn.