MMMM YESS, ég elska þegar dagarnir ganga bókstaflega á afturfótunum;

- Ég átti að taka strætó klukkan átta. Ég fer að strætóstoppistöðinni og bíð. Og bíð. Og klukkan er orðin sex mínútur yfir og eg eitthvað “fokk” en þá kemur einhver strætó og ég tek sénsinn…og ég enda einhversstaðar út í rassgati og rúnta í klukkutíma um alla akureyri og kem einum tíma og seint í skólann, en það var allt í lagi því eg var með Frank Zappa í gangi allan tímann ^^

- Fer í stærðfræði og fæ að fara eftir tíu mín. Bright side.

- Fer í yoga og sofna í 80 mín, bright side. Smá slæmt að ég slefaði út alla mottuna sem ég lág á. Meira lol samt.

- Betla mér pening fyrir gosi. Bright side.

- Er ekki að nenna í félagsfræði, drullast þangað og sé engan. Kennarinn veikur. BRIGHT SIDE =D

- Lít á kennaradæmið hverjir séu veikir og HELVÍTIS DÖNSKUKENNARINN AFTUR VEIKUR Á ÞEIM DEGI SEM HANN ER EKKI AÐ KENNA MÉR -.-

Annars yndislegur dagur fyrir utan hálku og blauta sokka.

Bætt við 27. janúar 2010 - 23:05
- HITTI MINN ELSKULEGA SNJÓMANN, BEYOUND BRIGHTSIDENESS 8D