Jæja, svona er nú í pottinn búið AÐ:
- Ég mætti í vinnuna í gærkvöldi í góðu chilli bara, sunnudagur og fáir og af eintómri hjartagæsku leyfði ég stelpunni sem vinnur með mér að fara heim um níu, hálf tíu því það var svo lítið að gera (uppvask btw).
Neinei, ég hafði steingleymt því að það var sunnudagur og þar að leiðandi aukadrasl sem þarf að þrífa.
Og ég skar mig á disk og missti stóran bakka beint á hausinn og AKKÚRAT þá hringdi pabbi minn í mig og ég held ég hafi hljómað eins og varúlfur í símann af pirringi.

- Síðan kom ég heim um miðnætti, dauðþreytt en gat enganveginn farið að sofa svo ég fór í sturtu, hékk í tölvunni og lág andvaka til svona þrjú. WEIII.

- Kom í skólann og sé að á skjánum stendur að dönskukennarinn sé veikur og mér langar að kyssa næsta mann af gleði en þá rennur það upp fyrir mér að það er mánudagur og á mánudögum er ekki danska. NIIICE!

- Mig langar að vita hvort ég eigi nóg fyrir einhverju að muncha, svo ég fer í hraðbankann, bíð í örugglega tvö ár í röðinni og svo þegar það er komið að mér, þá kemur upp “villa blablabla hafið samband við næsta útibú.” GREAT!

- Þarf að fara og fá passwordin mín á blackboard aftur svo ég fer í röðina í afgreiðslunni, bið um þau og þá segir kellingin að það kosti 200 kr. Ég eitthvað rétti henni kortið og þá segir hún “ég má ekki afgreiða neitt undir fimmhundruð”
Og ég “já, geturu ekki bara gefið mér til baka?”
Og hún samþykkir það. Smá bið og nei…engin heimild. (y)

- Tekst að betla einhvern pening, kaupi mér kók og helli því yfir mig. Yeeesss.

- Langur skóladagur, þar sem reyndar var ég búin oft fyrr úr tímum, en þegar ég er LOKSINS komin heim eftir að hafa passað litla bróður minn og er að fara að setjast fyrir framan tölvuna með eitthvað Lindubuff, kemur mamma mín og biður mig um að koma upp og sjá eitthvað.
MMMMMMMM.

*VÆLVÆLVÆLVÆL* :D