Eitt sinn, í síðustu viku var gaur. hann hét Dósóteus, fullu nafni, Dósóteus Tímóteusarson. ekki veit ég hvaða kjáni nefni barnið sitt Dósóteus, nú eða Tímóteus. Og ef maður pælir í því, hvaðan koma nöfn? eru þau frá þeim tíma þegar aparnir nefndu gaurinn í hellinum sem prumpaði alltaf Prump? eða þegar J.F.K. var skotinn? seinni kosturinn er útilokaður, enda eru nöfn notuð í sögum frá. Svo er fólk sem nefnir Gæludýrin sín, og konur. sjálfur myndi ég bara nefna konuna Konu Eitt, númer tvö Tvö, og svo vegis að framan. Svo er til fólk sem á heima í pappakössum, kveikir sér í sígaerettum og spjallar umheimsvandamálin við fólk í reykpásu í vinnunni sinni, og pissar síðan utan í vegg, og það fólk köllum við Róna. Það er eins og að kalla Kartöflu Hannes. nú eða að kalla Hannes Gulrót, en fyrri kosturinn er. svo eru drykkir líka oft nefndir, svona eins og jólaöl, sem kemur á hverju ári allt of snemma í búðir, búðir sem eru kallaðar Tíu-Ellefu eða Ellefu Ellefu eða. Hverjum datt í hug að kalla búp Tíu-Ellefu? það gerir það að verkum að fólk fer að tala eins og óvitar og segja hluti eins og ‘'Tjellefu’' eða ‘'Súkklahh’'. HVAÐ HEFUR ORÐIÐ UM ÍSLENSKA MÁLIÐ?!
Svo eru til tölvuleikir sem heita ýmsum nöfnum. eins og EVE Online, EVE þýðir kvöld. World of Warcraft, Heimur Herkænsku. ÞAÐ Á AÐ ÞÝÐA NÖFN Á LEIKJUM.
og Svo eru til hljómsveitir, eins og Nine Inch Nails. það er létt nafn í framburði, og má þýða auðveldlega í Níu Tommu Naglar. en svo eru það úrkynja hljómsveitirnar sem enn og aftur drepa allt.
eins og til dæmis, Linkin Park. hvað í andskotanum þýðir eiginlega Linkin?! OG HVURSLAGS AFSÖKUN FYRIR TÓNLIST ER ÞETTA?! ef það eru einhver orð sem ég vil að þið skiljið við þennann lestur með, þá eru það orðin:
naglafjöl í krukku.