Það var ekki fyrr en ungi maðurinn í bláa jakkanum hafði snúið sér við en umhverfið virtist tryllast. Ýlfur, fuglagarg og önnur hljóð sem hann kunni ekki að nefna ómuðu allt í kring, og hávaðinn var ærandi. Svo dró fyrir sólu, og allt þagnaði. Í örskamma stund dansaði gulhvít kóróna út frá
kölsvörtum hring á himni áður en annað og meira myrkur breiddist yfir hana líka. Bleksvart myrkrið þrýsti sér inn um hvert skilningarvit Ingjalds og var nánast kæfandi. Honum fannst líða heil eilífð áður en hann heyrði engu betra hljóð úr myrkrinu en ónáttúrulega þögnina sem áður hafði ríkt. Ekkert í huga hans gat lýst hljóðinu en tilfinninguna sem því fylgdi hafði hann aldrei áður fundið jafn sterkt: Ótta.
Hljóðið magnaðist sífellt upp og Ingjaldur stóð frosinn á enda sólpallsins með gömlu konuna örenda úr hræðslu við hlið sér. Óteljandi hárbeittar, svartar fjaðrir skutust, veltust og yegðu sig út úr myrkrinu og slettu mannverunni á vegginn fyrir aftan, áður en sendiboði hins eilífa myrkurs hélt áfram för sinni til að tortíma öllu lífi.
Endir.
ps. Öööö… já.
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.