Hráefni:
150 g sykur
150 g púðursykur
125 g smjörlíki
2 stk. egg
260 g hveiti
1 tsk. matarsóti
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk salt
40 g kakó
2 dl mjólk
Krem:
500 g flórsykur
60 g kakó
1 stk. egg
80 g smjör
1 tsk. vanilludropar
2-4 matskeiðar kaffi (ef menn vilja)
Aðferð:
Vinnið vel saman sykur og smjör og setjið egg saman við eitt í einu. Blandið saman þurrefnum og setjið saman við ásamt mjólkinni, bakið í tveimur formum við 180°C í 19 - 22 mín. Kælið botnanna og gerið kremið. Krem; Bræðið smjörið og blandið öllu saman í hræriskálina, vinnið rólega saman þar til allt er slétt og fínt, smyrjið yfir og á milli. Gott er að bera fram með þeyttum rjóma.