Ég sit við tölvuna. Ég hlusta á tónlist. Ég horfi á mynd. Ég fer útí göngutúr. Ég kem heim. Ég öskra á köttin fyrir að vera feitur. Hann sýnir mér enga athygli. Ég geng að glugganum. Bílastaðið er sumstaðar þakið hvítu efni. Nei, þetta er ekki snjór. Þetta er ekki kók. Þetta eru frjókorn. Á þeim nótum þakka ég genunum mínum fyrir að vera ofnæmislaus. Ég sest aftur við tölvuna. Ég skrifa þennan þráð. Þið lesið hann án þess að skilja. Sem er skiljanlegt. Miðað við aðstöðuna sem við finnum okkur í á þessum björtdökku tímum. Eftir 729 daga mun ég brenna. En í endann, þá brennum við öll á einn eða annan hátt. Við brennum, við stiknum, við steikjumst. Við elskum, við finnum, við sleikjumst. Öflugasta frumefnið. Öflugasta nátturuaflið. Svo bjóðandi en svo svikult. Svo sjóðandi en á sama tíma svo eyðileggjandi. Ég lít á klukkuna. Úrið mitt er úr framtíðinni. Tvö úr í sömu setningu. Þú ert eflaust á túr.


Heitt.
Let me in, I’ll bury the pain