Einu sinni voru tveir fallegir, hamingjusamir, indælir, skemmtilegir og frábærir tómatar. Einn daginn ákváðu þessir tómatar að fara í göngutúr. Þeir gengu lengi lengi lengi lengi lengi lengi lengi lengi lengi þangað til að þeir nenntu ekki að labba meira. Þá settust þeir niður og drukku eplasvala. Þegar þeir höfðu lokið að drekka eplasvalann voru þeir nú aðeins hressari og ákváðu að halda áfram að labba. Þeir löbbuðu lengi lengi lengi lengi lengi lengi lengi lengi lengi lengi þangað til þeir komu að götu. Þeir stoppuðu um stund og veltu því fyrir sér hvort einhver umferð væri um götuna. Þeir röbbuðu um þetta langa stund áður en þeir ákváðu hvað skyldi gera. Þegar þeir loksins ákváðu að ganga yfir götuna var hvorugur þeirra búinn að taka eftir stóra, ljóta, gráa póstsendiferðabílnum sem var að flytja póst Kópaskers suður til Reykjavíkur. Svo yfir götuna héldu þeir, annar aðeins á undan. Þegar hann var hálfnaður yfir götuna kom póstsendiferðabíllinn á ægilegri ferð, því trukkabílstjórinn hafði fengið sér aðeins neðan í því kvöldið áður. Bílstjórinn tók því ekki eftir aumingja tómatinum og keyrði beint yfir hann, og dó hann samstundis. Hinn tómaturinn æpti þá upp yfir sig, “KOMDU ÞARNA TÓMATSÓSAN ÞÍN, VIÐ ERUM OF SEINIR Í SUND”
Endir.