Ég ætla að nöldra um dyrabjöllur.

Ég haata dyrabjöllur hreinlega útaf því að þær tengjast leiðinlegum minningum og maður getur ekki komið hvernig sem er til dyra.

Segjum t.d. að ég væri ein heima að tjútta í brjósthaldaranum, blúndupilsi, með tíkó og prinsessukórónu í hárinu syngjandi í hárbursta við lagið ‘‘can‘t touch this‘‘. Svo allt í einu dinglar e‘r dyrabjöllunni. Þá þarf ég að: leggja hárburstann frá mér, fara í bol eða peysu eða whatever, mjög líklega í buxur, taka tíkóið og kórónuna úr hárinu og slökkva eða lækka í músíkinni.
Svo þegar ég loksins kæmi til dyra þá væri þessi sem dinglaði örugglega löngu farinn.

Að vísu hefði ég bara getað farið í slopp yfir þetta allt saman og bara þurft að taka tíkóið og kórónuna úr hárinu og lækka/slökkva á músíkinni en við svona aðstæður hefði maður þurft að hugsa hratt og sloppur væri kannski ekki alveg það fyrsta sem að manni dytti í hug … eða þó.

Allavegana þoli ég ekki þegar fólk dinglar án þess að láta vita að það væri að koma.

Ef að það myndi hringja á meðan ég væri kannski að þessari athöfn eins og ég lýsti áðan þá hefði ég bara þurft að slökkva/lækka í músíkinni eða þá bara haft hana á og farið beint í símann.

Nöldur búið.
já.