Ókei, við vitum öll að hálfviti er einhver sem hefur bara hálft vit… þó það sé frekar asnalegt mælilega séð. EEEn er ég lá í rúminu mínu í nótt, ófær um að sofna þá datt mér í hug nýtt orð: hálviti sem þýðir: gáfnaljós eða eitthvað í þeim dúr. Sjáið til, hál er dregið af orðinu hált eða “eitthvað sem er erfitt að standa á án þess að renna til”. Og þið vissuð það eflaust ekki en það er til annað orð yfir hált, og það er: sleipt sem merkir í rauninni það sama. Nú, stundum þegar fólk er að lýsa hvað annað fólk er gott í einhverju, td skák eða að skipta um akrein, þá notar það ótt og títt orðið “sleipt”. Til að gefa dæmi: “Þessi pólverji er nú sleipur í enskunni, karlinn.” eða “Hann Jói er nú svaka sleipur í rúminu.”

Án þess að gera ykkur grein fyrir því þá geriði ykkur grein fyrir því að þetta orð mun án efa bæta andrúmsloft margra. Það verður aldrei aftur þörf á að gera lítið úr öðrum þegar hann skrifar hálfviti vitlaust heldur einfaldlega þakkar þú aðilanum fyrir hrósið og færir þig síðan um set.

Eða leiðréttir hann.


ps. dagsgamalt spagettí er alls ekki það gott.
Let me in, I’ll bury the pain