Oft fór ég seint að sofa,
og vakti til tíu.
Þurfti svo að vakna klukkan sjö,
var varla að nenna því.
Svo einn daginn ákvað ég að vaka lengur
og vakti til eitt.
Þurfti ennþá að vakna klukkan sjö,
en vaknaði hressari en vanalega.
Ég fékk mér cheerios með kakómalti útá,
og sötraði svo afgangs mjólkina.
Tók vítamínin og lýsið,
klæddi mig í hlýju útifötin.
Trítlaði í skólann með þunga tösku á bakinu,
kom inn og fór úr skónum og útifötunum.
Labbaði svo beint inní kennslustofuna
og starði á kennarann með morðingja augum.