Þú kæmir ekki aftur til tímans.
Annað svar er að þú getir ekki haft nein áhrif á rás tímans, þ.e. ef þú ferð aftur í tíma og gerir eitthvað sem þú “áttir ekki” að gera skipti það engu máli þar sem það átti að gerast.
Þetta væri hægt að skýra betur með þvi að segja að tíminn líði í rásum. á einni rás erum við, á annarri erum við, nema að við erum einni tímaeiningu á undan. Þannig gætu ferðir í tíma virkað þannig að þú ferð á milli tímarása. Og þá, þar sem það sem þú ert að fara að gera hefur nú þegar gerst í eldri tímarásum, getur það ekki haft nein áhrif á yngri tímarásir þar sem þær líða nákvæmlega eins og þær eldri, nema að þær eru ekki komnar jafn langt.