Hvernig breytir maður um undirskrift?
Stig
veit að maður fær stig fyrir að gera þræði og stuff. Fær maður stig fyrir að svara könnunum eða? hvað fær maður stig fyrir?
Birkir H.
Spurt var: “Hvernig fær maður stig og fyrir hvað eru stigin?”
Hér kemur stutt og laggott svar;
Þú byrjar með núll stig þegar þú nýskráir þig á Huga.is, þú færð fyrstu tvö stigin þín með því að skrifa nýjan þráð eða svara “Ég ætla” inni á hvaða áhugamáli sem er. Ef að þú sendir inn mynd færð þú 8 stig og kannanir 10 stig. Greinar gefa 10 stig en ef þú lætur myndir fylgja með greininni þá færð þú samtals 18 stig ef að stjórnandi viðkomandi áhugamáls samþykkir hana. Tenglar, líkt og greinar og myndir eru samþykktir af stjórnendum og gefin eru 4 stig fyrir hvern samþykkt tengil. Þú getur einnig sent inn atburði en fyrir þá eru gefnir 4 - 10 stig, eina sem ég er ekki alveg klár á. Vona að einhver sem svarar hér getur svarað því.
Áður fyrr fékk maður eitt stig fyrir að skrá sig inn sem skýrir af hverju sumir huganotendur eru með sléttar tölur en aðrir með oddatölur í stigunum sínum. Einnig fékk maður fjögur stig fyrir að svara könnunum. Núna og ennþá fær maður 1000 stig fyrir að skrá símanúmerið sitt inni í Egóinu, þ.e. ef þú ert hjá símanum.
Stigin eru ekki til neins nema bara til að sýna virkni Huganotanda. Ef að maður stundar það að senda inn mikið af myndum til dæmis, eða bara hvað sem er sem gefur stig, í einu (og þá mjög mikið) augljóslega aðeins í þeim tilgangi að fá stig þá kallast það að ‘stigahórast’, en sagan á bakvið það orð kannast ég ekki við.