Aspartam er gamalt bandarískt sætuefni sem er enn þann dag í dag sett í gosdrykki og ýmiskonar nammi útaf því að það hefur ekki eins skaðleg áhrif á tennur og fleira og sykur en er samt u.þ.b. 200 sinnum sætara.
Já reyndar, það vissi ég. En vissir þú að trukkabílstjórar sem keyra á nóttunni eru skyldugir til að vera með sólgleraugu þegar þeir fara eitthvað inn á restaurant til að borða því það tekur augun aðeins 2 mínútur til að aðlagast birtu en allt upp í 20 mínútur - klukkutíma fyrir augun að aðlagast myrkri.
En vissir þú að mennskar mæður gefa börnum sínum mjólk fyrstu mánuðina frá fæðingu, jafnvel lengur en tvö ár í sumum tilfellum, en oftast er skipt yfir í sérstaka barnamjólk í áföngum eða hún notuð samhliða móðurmjólkinni.
Nei. En þú? Nema kannski núna. Þegar þú last þetta. Og kannski ákvaðst að reyna kaldhæðni. Sem gekk ekki. Og kannski þegar þú ert búin lesa þetta þá fæ ég. Skítakomment á. Mig?
Þetta vissi ég ekki.. vissir þú að betasundrun er breyting á frumeindakjarna sem lýsir sér með því að nifteind breytist í róteind og rafeind losnar frá honum. Breytingin veldur því að annað frumefni verður til!.. Magnað þetta!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..