Jæja félagar, hérna kemur stuttar leiðbeiningar hvernig maður getur verið eins og hinn alræmdi Morgothal.
Til að byrja með þá þarf maður að hafa rautt skegg (ef þú hefur það ekki þá munt þú aldrei verða eins og hann).
Gleraugu eru must til þess að ná þessum svip sem meistarinn nær… og mjög líklega nær hann þessum svipi bara og ef þú veist ekki hvaða svip eg er að meina þá hefuru aldrei séð svipinn.
Grænar grifflur eru must, meistarinn er í grænum griflum er kalt er úti og veðrar ekki vel.
Brúnt hár, þarf að vera í eyrnasneppla sídd… það ÞARF að vera þannig.
Puma skór er það sem meistarinn notar til að koma sér á milli staða og er það einaleiðin sem maður getur ferðast um ef maður ætlar að vera eins og hann.
Græn peysa er ekkert must en helst eitthvað grænt til að vera í á búknum, ef ekkert þannig er til þá er það bolur að eigin vali með fyndnum myndum eða setningum.
Svo er það slangrið sem meistarinn notar, í Ökuskóla 2 sá ég hvernig hann beitti því eins og til dæmis þegar bíll kemur frammhjá þá segir hann “vrjúúúm”, og þegar kennarinn var í vafa með power point þá sagði hann “klikkaðu bara einu sinni” og ekki má gleyma því þegar hann sagði við mig “viltu kaupa barsmíðar” því miður þurfti eg að afþakka þær þar sem eg var að sinna mínu verki og gat ekki sinnt því að vera laminn.
Þá er guide-inn og er það ekkert nema að fara eftir honum til þess að vera eins og hann, vona að þið hafið haft gaman af þessum yndis lestri og ef stafsetninga villunar pirrar ykkur, þá gæti mer ekki orðið meira sama.