ætlar þú að mæta og Sýna hversu mikil íslendingur býr inn í þér?
Endilega fá sem flesta með sér og hætta þessu eggjakjaftæði!
Bætt við 23. nóvember 2008 - 18:39
Mótmæla hverju?
Að Ríkið er skuldlaust fyrir utan 500 milljarða sem Landsbankamenn stálu af Breskum reikningseigendum? (og hugsanlega 3500 milljörðum sem bætast við vegna reiði þeirra yfir þjófnaðinum).
Sem er tíföld þjóðarframleiðsla í súginn vegna græðgi örfárra auðmanna sem plötuðu þjóðina ofan í skuldafen.
Að seðlabankastjóri hafi ekki troðið viðvörunum um hrun ofan í kok á lýðnum því hann hlustaði ekki þegar þær voru settar fram á mannamáli?
Fjármálaeftirliti sem ítrekað gerði athugasemdir við skuldsetningu bankana sem gerðu engar breytingar?
Heimskufaraldri sem leiddi til þess að fólki fannst það góð hugmynd að endurfjármagna lánin sín til að geta keypt sumarbústað og stærri bíl?
Að bankarnir notuðu peninga heillar þjóðar til að spila með og töpuðu svo öllu og enn meira til?
Fjölmiðlum sem réttlæta gjörðir glæpamanna sem eiga þá?
(Mikið hafði Davíð rétt fyrir sér með fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma!)
Vitleysingum sem grátbiðja Alþjóðlegar fasistastofnanir til að hneppa sig í skuldaþrældóm og selja sjálfstæði sitt á uppboði vegna hræðslu sinnar og undirlægjuhátts?
Alþjóðlegri fjármagnskreppu sem hefur afhjúpað skuldapýramídasvindl gróðafíkla og braskara sem illa upplýstur almúgi ætlar að láta sleppa vegna þess hve auðvelt er að beina athygli þeirra í aðrar áttir?
Allaveganna sé ég ekki ástæðu til að hengja Bakara fyrir smið.(Davíð Oddson)
Tek samt fram að ég er ekki sjálfstæðismaður eða aðdáandi mannsins.
Væri fyrstur til að samþykkja að hann ætti að vera sestur í helgan stein fyrir löngu ef ekki væri þörf á reynslumiklum mönnum með þor og kjark akkúrat núna.
Hef bara lítið álit á nornaveiðum og illa upplýstri umræðu blandaðri af gremju og illkvittnislegri gleði yfir óförum annara (anarkistarnir sem mótmæla hverju sem er).
Finnst að ætti að byrja á að handtaka alla bankastjórana og eigendur bankana setja þá í fangelsi og rétta yfir þeim fyrir landráð. Taka eigur þeirra og þjóðnýta fyrir skuldum sem þeir hafa stofnað til og ætlast til að við borgum.
Svo mætti taka hvern einasta embættismann og setja á ellilífeyri.
Eftir það mætti byrja að huga að raunhæfri uppbyggingu efnahagsins án utanaðkomandi aðstoðar.
Á meðan færu allir á eitt að framleiða flytja inn og vinna matvöru og nauðsynjar til að halda þjóðinni gangandi gegnum erfiðleikatímabilið.
Takk fyrir og góða nótt.