Sagan um litla ljónið.
Einu sinni var lítið ljón. Litla ljónið hafði gaman af því að hjóla. Einu sinni var litla ljónið að hjóla og sá riiiisastóran ljósastaur! Litla ljónið hjólaði nær ljósastaurnum. "Góðan daginn, hvert ert þú að fara, litla ljón?“ spurði riiiisastóri ljósastaurinn. ”Ha?? Geturu talað???!!“ svaraði litla ljónið. ”Að sjálfsögðu“ sagði ljósastaurinn og beygði sig að litla ljóninu. ”Ég get líka gert töfrabrögð“ sagði hann og hreyfði báðar hendurnar snöggt til hægri. ”Vá! Ég hélt ekki að ljósastaurar gætu hreyft hendurnar!“ sagði litla ljónið. ”Það er líka vegna þess að ljósastaurar eru ekki með hendur!" svaraði ljósastaurinn og þá áttaði litla ljónið sig á því að ljósastaurinn var ekki með hendur! Litla ljónið var nú orðið hrætt og byrjaði að hjóla burt. "Hvert ertu að fara litla ljón?“ spurði ljósastaurinn og rétti úr sér. ”Uuh, ég er bara að fara heim að horfa á The Exorcist“ svaraði litla ljónið hikandi. ”Má ég ekki horfa á hana með þér?" spurði ljósastaurinn. En allt í einu birtist blátt epil! Ljósastaurnum brá alveg rosalega mikið og þóttist vera dáinn. "Ó, nei, ljósastaur!“ grét litla ljónið. Þá hvíslaði ljósastaurinn ”Hafðu engar áhyggjur, ég er bara að þykjast vera dáinn.“ ”Hjúkk“ hugsaði litla ljónið. Þá byrjaði bláa eplið að stækka og urra. ”Urr“ sagði eplið. Nú var litla ljónið orðið svo hrætt að það hjólaði burt. Þegar litla ljónið var komið heim fór það að horfa á The Exorcist. Þegar myndin var hálfnuð hugsaði litla ljónið ”Hvað hef ég gert?! Ég skildi ljósastaurinn einan eftir með urrandi bláa eplinu!“ Litla ljónið hljóp inn í eldhús og tók þrjá eldhúsdiska og setti þá á borðið. Svo fór litla ljónið út og hjólaði til ljósastaursins. Bláa eplið var horfið. En ljósastaurinn var orðinn eitthvað skrýtinn. Hann sagði ”Bláa eplið er farið í borgina handan fjallanna að borða hús. Það er orðið jafna stórt og tveir gíraffar.“. ”Díses“ sagði litla ljónið. ”Förum saman í borgina handan fjallanna.“ Ljósastaurinn var sammála og þau litla ljónið lögðu af stað. Eftir fjóra daga af stanslausu ferðalagi hittu þau Alexi Laiho. ”Vá nett!“ sagði litla ljónið. Alexi Laiho sagði ekkert. Þannig að litla ljónið og ljósastaurinn buðu Alexi að koma með að bjarga húsunum í borginni handan fjallanna. Hann var til í það svo að þau héldu áfram ferð sinni. Nú liðu nokkrir dagar og logs komu þau að fjöllunum. ”Ég get ekki hjólað í fjöllunum“ sagði ljónið þannig að þau þurftu öll að labba yfir fjöllin. Þessi ganga tók nokkra daga en á endanum komust þau yfir. Þá sáu þau borgina. ”Fljótt! Flýtum okkur í borgina“ sagði litla ljónið. Þegar þau komu að borgarmörkum sáu þau hjólaleigumann. ”Róbert!“ sagði Alexi Laiho. ”Við ætlum að leigja þrjú hjól“ sagði litla ljónið. Síðan hjóluðu þau um borgina. ”Hey, þarna er SinSin! Hann er að flytja burt!“ sagði ljósastaurinn. ”Au kanntu að tala?!“ sagði Alexi Laiho. ”Jebb“. ”Förum í Kolaportið“ sagði ljósastaurinn. ”Nei, við verðum að finna bláa eplið og EYÐA ÞVÍ!“ svaraði litla ljónið. Þau hjóluðu áfram. Og þá sáu þau eplið. Það var orðið jafn stórt og kirkjan á Akureyri. Það var að smjatta á litlu húsi. ”Ó nei" sagði litla ljónið og henti hjólinu sínu í eplið. Eplið urraði og snéri sér að þeim. Þá hljóp Alexi Laiho að eplinu og greip í stönguinn, á meðan ljósastaurinn lagðist yfir eplið. Nú vissi litla ljónið hvað skyldi gera. Það tók hjólið hans Alexi og hjólaði á fullri ferð í gegn um epilð. Eplið sprakk yfir alla borgina og líka á fjöllin. Það var allt í epli. Þá kom borgarstjórinn og sagði að litla ljónið þyrfti að fara heim. Þá tók litla ljónið hjólið sem það hafði í leigu og hjólaði yfir fjöllin, þó að það væri ekki hægt. Alexi Laiho fór til Finlands og stofnaði Children Of Bodom og ljósastaurinn flutti í borgina handan fjallanna. Endir.
Bætt við 15. nóvember 2008 - 17:01
Desmond tík