Ég segi oft við fólk eftir að það spyr og móðgast eða eitthvað álíka, að ef það þolir ekki svarið þá á það ekki að vera að spyrja.
Og núna um daginn þá brenndist ég sjálf á því hvað SANNLEIKURINN getur verið virkilega særandi..
Og stundum ER BETRA að þegja og spyrja EKKI heldur en að spyrja og VITA ! einhver sem þekkir svona ;/
Og vilji kannski deila sinni sögu :P

Bætt við 23. október 2008 - 13:07
En allavega ætli ég verði ekki að segja frá því svona í stuttum parti !

Kærastinn minn lét alltaf eins og ég væri ekki til orðið þegar við fórum í kringum almenning, talaði ekki við mig og ef ég sagði eitthvað þá hunsaði hann mig alltaf :/ Og hélt sig frá mér..

Ég var alltaf að reyna að fá upp úr honum hvað málið væri, Og mig grunaði að hann skammaðist sín fyrir mig vegna þess að ég væri feit. (er samt ekkert hrikalega feit, eða mjög áberandi þegar ég fer út.. en er allavega ekki grönn,)

Svo einn daginn fékk ég hann til að drulla því út úr sér hvað væri að, nú fyrsta sem hann sagði að það tengdist því ekkert hvort ég væri “feit” eða ekki. Og sagði að ég væri ekki feit lengur heldur væri komin í það sem hann kallaði þybbin.

(eflaust svona lélegt bíómyndar atriði, hrósa manni áður en það slæma kemur)

Svo sagði hann, að hann skammaðist sín mest fyrir mig þegar ég væri ÓMÁLUÐ.. Sem þíðir óbeint að ég sé náttúrulega LJÓT..
(hann var alls ekki að vilja segja mér þetta, og hann sagði þetta ekki á ljótann hátt… En það er ekki til falleg leið til að segja við kærustuna sína að hún sé ljót xD)

Svo kom hrós eftir það slæma, að ég væri samt gullfalleg og flott þegar ég tæki mig til og málaði mig og svona..
Og hann elski mig alveg hrottalega mikið..

(þetta lagaði þó eitt, hann er alveg hættur að hunsa mig í búðum og svona.. En mér finnst þetta samt mjög leiðinlegt..)

En ég spurði og ég fékk heiðarlegt svar! ég er mjög ánægð að hann sagði mér sannleikann í staðinn fyrir að ljuga bara af mér :)