nammipoki
af hverju er mér alltaf svona kallt á fingrunum þegar ég er í tölvunni ?
Þetta er vegna þess að:
* Hendurnar þínar eru of hátt uppi og halla upp en ekki niður (smelltu fótunum niður á lyklaborðinu ef þú ert með, fáðu þér hærri stól)
* Þú situr kannski ekki rétt í stólnum þínum
* Það er kalt í herberginu þínu.
af hverju er alltaf svona léleg dagskrá á sjá einum á laugardögum ?
Markaðssetning, þetta er allt markaðssetning. Þeir græða peninga á því (eða spara, réttara sagt)
af hverju er kreppa ?
Það er ekki kreppa, það er samdráttur. Hann er hinsvegar vegna þess að sem 300.000 manna þjóð getum við ekki borið allan þann þunga sem bankarnir reyndu að gera.
af hverju eru stafinir á lyklaborðinu raðaðir svona up ?
Þetta er alls ekki besta uppröðunin sem fæst, en hún er svona vegna þess að núna er fólk búið að venjast henni.
Hún varð svona samt fyrst vegna þess að með þessari röðun voru litlar líkur á að stífla ritvélar.
af hverju er IKEA svona ódýrari en aðrar húsgagnaverslanir ?
Þú þarft að setja húsgögnin saman sjálf(ur) og húsgögnin eru seld fyrir minni hagnað til geðs við kúnnann. ILVA t.d. selur vöruna á MIKLU meira ein varan er keypt á.
af hverju eru allir BUSY á msn ?
Það nennir enginn að hlusta á þig. Okay, kannski ekki. Ég er nánast alltaf online og sjaldan busy, en fólk er busy þegar það er: að nota allan skjáinn sinn, þreytt á msn hljóðinu, eða bara vegna þess að það hefur einhverja ástæðu til að vilja ekki vera “Online”.
og … af hverju er ekkert spennandi að gerast á Huga punktur is ?
Ef eitthvað spennandi gerðist hér, þá væri það annars staðar.