Varst það ekki þú sem varst að kvarta yfir vælinu í öllum um hvað þetta áhugamál væri orðið lélegt?
Og mér hefur alltaf fundist þetta geðveikt hippy, happy og þæginlegt áhugamál, og var ekkert að nenna því að allt væri fjarlægt (nema að notendur krefðust því að fá það aftur (sem þessi þráður þarna virtist sýna.) Það sem pirraði mig mest við þetta var að mér fannst þið, einhver smá hópur sorpara, halda að þið gætuð bara mótað þetta áhugamál eftir ykkar höfði, þegar fæst ykkar voru stjórnendur. Ég vissi að þetta myndi aldrei endast, en það var samt virkilega pirrandi að horfa upp á þetta (sem leit út eins og eitthvað massa egó-tripp hjá ykkur).
Það hjálpaði heldur ekki að ég hafði lengstan hluta ekki hugmynd um það hver gerði þetta. Gæti alveg eins einhver hafa brotist inn á accountin hjá einhverjum. Ákvað bara að assuma að einhver stjórnandi bæri ábyrgð á þessu til að auka möguleikanna á að þetta væri lagað sem fyrst.