Afhverju eru allir hérna á huga að pirra sig yfir stafsetningarvillum? Það fer geðveikt í taugarnar á mér. Hverjum er ekki sama hvort einhver geri stafsetningarvillu? Til hvers að eyða tíma í að skrifa “komment” til þess að leiðrétta einhverja villu sem einhver gerði?
Svona á að skrifa þetta.
Annars sé ég framtíðina fyrir mér þannig að það verði ekkert tungumál talað, heldur muni fólk hreyta út úr sér handahófskenndum orðum sem tengjast hugsunum þess og jafnvel rétta upp spjöld með “:D”, “;)”, :'(" til að tjá frekari tilfinningar og láta svo áheyrandann reyna að giska á hverju hann sé að reyna að koma út úr sér.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“