Ekki að ég hafi eitthvað á móti þeim, þvert á móti. Einhvernveginn fer ég að því að festast fyrir framan sjónvarpinu á nóttunni þegar verið er að sýna samantektir frá leikunum…ég veit ekki afhverju, en þegar ég er byrjuð að horfa á, þá get ég ekki hætt!! Sama hvað er verið að sýna…Ég horfði á kraftlyftingar um daginn(eða nóttina) og ég sem hef ENGAN áhuga á kraftlyftingum…samt fannst mér það ógeðslega spennandi, eitthvað.
Það slæma við þetta er að ég er í vinnu sem ég þarf að mæta snemma í, og undanfarið hef ég því verið að mæta mjög þreytt, allt helvítis ólympíuleikunum að kenna…
Ekki mér að kenna, heldur FOKKIN LEIKJUNUM!!!