..og gefðu allt í botn!
Ég vildi óska að rútubílstjórinn sem var að keyra mig frá Egilsstöðum til Akureyrar í dag hefði sett allt í botn, því mér leiddist ekkert smá !
Fyrst reyndi ég að sofna á rúðunni en bíllinn hossaðist svo mikið að ég fékk kúlu á hausinn. Þá reyndi ég að sofna með hausinn á sætinu við hliðina en þá var ég með of mikinn hausverk eftir rúðuna. Svo var svo heitt að ég fór úr peysuni og setti undir hausinn við rúðuna en þá klæjaði mik svo mikið eftir sætið! Samt var mér enn heitt en ég þorði ekki úr bolnum því það var geðveikt perralegur japani sem starði geðveikt á mig! En já.. síminn hélt í mér lífinu þar sem ég náði loksins að stilla netið inn hjá vodafone ! En mér finnst að það ættu að vera koddar í öllum rútum sem festast á rúðuna svo að fólk geti sofnað !
En nú ætla ég að segja smásögu með léttu yfirbragði.
Einu sinni var lítill indjáni sem átti heima úti í skógi. hann átti ekkert annað en spotta, innstungu, lítinn trjákofa og fimmhundruðkall sem var rifinn í tvo hluta. Einn daginn fór litli indjáninn (við skulum kalla hann Klæng) í stórborgina. Klængur ætlaði nefnilega að fara í bankann og skipta ónýta fimmhundruðkallinum fyrir nýjann. þegar hann var búinn að því sá hann kók í gleri til sölu hjá okurbúðinni á aðeins 500 krónur stykkið. Hann ákvað að kaupa kókið en honum fannst það vont því hann drakk bara kók light. En þegar hann leit í tappann sá hann að hann hafði unnið fyrstu verðlaun! Hann mátti velja 100.000.000 krónur eða LEYNIKASSANN sem gat innihaldið hvað sem er! Klængur var ein forvitnasta manneskja í heimi og valdi kassann! En hann ákvað að hann vildi ekki opna hann fyrr en hann kæmi heim. Þegar hann kom heim opnaði hann kassann og viti menn, þar var krullujárn! En sú heppni, nú gat Klængur prufað innstunguna í fyrsta skiptið. En gallinn var sá að Klængur var ekki með hár, þannig að hann ákvað að nota krullujárnið sem ofn. Eftir þetta var Klængi aldrei kalt aftur.
Endir.
Ég vona að þið hafið notið þessarar innilegu sögu.
Kv. Vikto