Hafið þið tekið eftir því hvað það eru margir já/nei kannanir sem hafa valkostinn ‘Nei’ á undan ‘Já’?
Ég meina það, þetta er verulega böggandi, hefur komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að ég svari vitlaust einfaldlega útaf fáfræði í fólki.
Þúst, hver veit ekki að já á að vera á undan nei í könnunum.
Röðin hefur alltaf verið svona, er svona og mun alltaf vera svona samkvæmt reglugerð númer 134, grein 13 B samkvæmt lögum sem tóku gildi þann 15. október 1888 ATH. Lög þessi eru enn í gildi og brot á þessum lögum eru refsiverð samkvæmt grein 23 í reglugerð númer 134.