Ég hlusta yfirleitt ekki sjálfviljug á útvarp, nema ég sé að keyra, eða nenni ekki að finna tónlist sjálf til að hlusta á. Finnst Bylgjan muuuuuun skárri en FM957, og Gullbylgjan langbest. Og Rás 2 er líka fínt.
Ég þarf samt núna að þola FM957 í vinnunni af því að meiri hlutinn af fólkinu sem ég vinn með vill hlusta á það. Þá þarf ég að hlusta á sömu helvítis lögin aftur og aftur og aftur, og sérstaklega leiðinlegustu Eurovision lögin sem voru í keppninni núna. Er alltaf að fá danska og norska Eurovision lagið á heilann til skiptis.
Ég er samt búin að byggja upp örlítið þol gegn þessu stuttan tíma í einu.
X-ið. Ég veit að það sökkar að mestu leiti, en það kemur allavega gott lag einstaka sinnum og svo hafa þeir Harmageddon. En ef ég yrði að velja á milli fm957 og bylgjunnar væri það bylgjan. Sé ekki einu sinni hvernig það er spurning…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..