Hús afa míns hefur sína eigin verönd, rúmlega þriggja metra langa með steintröppum upp að því.
Ég var búin að hanga í tölvunni í þónokkurn tíma, og ákveð svo að fara og fá mér vatnsglas þegar ég sé mann fyrir utan dyrnar. Ég pæli í því hver í ósköpunum ætti að koma klukkan rúmlega tvö að nóttu, og gáði betur.
Þá var maðurinn semsagt upptekinn við að pissa á skóflu fyrir utan dyrnar. Sem betur fer var ég svo heppin að sjá ekki typpið á honum, en hann sá mig, pissaði aðeins meira og skakklappaðist svo í burtu, skildi svona eftir slóð af hlandi liggjandi frá skóflunni.
Jæja, ég bara skil þetta ekki. Af hverju að vera að klöngrast upp tröppur og inná einkaeign til að vera að pissa á einhverja skóflu þegar það eru bara ágæt almenningssalerni og jafnvel húshorn notanleg? Eru menn semsagt svona rosalega náskyldir hundum?
Reyndar var þetta svolítið fyndið, þrátt fyrir klígjukenndina sem unglingsstúlkur á mínum aldri verða fyrir við að sjá svona. (og svo hitti hann ekki, hahaha!)
En af hverju er maður á besta aldri að pissa á skóflur?
Bætt við 15. júní 2008 - 02:25
Ég var í alvörunni að pæla í að ná í góðan kjöthníf, og elta hann uppi með drápsglampa í augunum. Já, svona leiddist manni víst.
Kveðja, vodni galdrakalrinn Njartak.