Lovebunny var einusinni grænhærð lítil hnáta sem fékk sér aldrei að borða. Þegar hún komst að því fór hún í svo mikið uppnám að hún gubbaði útúr sér köku með banana og tómötum. Þegar ég hins vegar frétti það ákvað ég að dreifa kökumylsnu í rúmið mitt og horfa á The Notebook. Ég var ekki nógu sátt og hugsaði hvað ég gæti gert til að láta henni líða betur greyjinu. Ég ákvað að taka til minna mála og mála hana í framan. Hún var undurfalleg og málaði mig sömuleiðis á brjóstin. Svo tókum við ljósmyndir. En allt í einu myrkvaðist allt! Á sumardeginum fyrsta meiraðsegja! Syndin kom nefninlega í kaffi! Og það óboðin. Hún dvaldið heima í 2 tíma eða svo á meðan ég og ástarkanínan vorum að deyja úr matarskorti því ekkert var eftir af kökunni því lovebunny ældi henni allri! Þegar birti á ný læddumst við fram og horfðum á harry potter í sólskyninu og fengum okkur kaffi úr dufti á bakkanum. Einhverntíman hvíslaði lítill fugl að mér að henni fyndist appelsínusafi góður með mjólk! Ekki tel ég það gagnlegar upplýsingar fyrir ykkur lesendur annað en það að mjólk og appelsínusafi bragðast ekki vel saman. Þegar dimmdi á ný horfðum við á Anastasíu í bland við Titanic og sungum okkur hásar! Við stofnuðum einnig fyrirtæki þetta kvöld. Í Danmörku, í kristianiu. Hórufyrirtæki. Eftirhermu af Moulin Rouge. Þar er Faraldur Hökutoppur Sitler aðal gæinn og Lovebunny fær að vera dökkhærða bitchin. Ég hinsvegar fæ að vera hin undurfagra Sitine. En þetta er auðvitað bara eftirherma. Þegar við höfum safnað nógu miklum pening hendum við Faraldi aftur á klakann og höldum til Ástralíu og London svona í leiðinni. Kaupum okkur krókódíl og pandabjörn. Eftir hálftíma komum við til baka og ég flyt í sveitina hennar Lovebunny. Þar ætla ég í bað og máta kjóla.
Ég reykna með því að ég skuldi ykkur lesendum góðum fáeinar mínútur til baka í lífið ykkar. En HAHA SUCKS TO BE YOU!!! Feis á mig og alla sem eiga ásjónu góða

Bætt við 29. apríl 2008 - 18:57
Ég er á móti Enter og Space takkanum :O
Leave me aloooone people! *Fer útí horn og borar í nefið*