Stjórnendur eiga að fylla út lista við hverja mynd sem send er inn, fyrst er það uppsetning, gæði, stærð og allt annað viðeigandi, einkunn frá 0 upp í 10 en einkunnin er tala sem er svo margfölduð með 4.
Texti með mynd og auðvitað nafnið á myndinni sem að stjórnendur eiga líka að gefa einkunn fyrir með heilum tölum á bilinu 0 - 10 en sá kvarði er margfaldaður með 3 (svolítið hátt að mínu mati en jæja)
Svo er geðþóttakvarði stjórnenda gildur líka en það er einnig heilar tölur, 0 - 10 en sá kvarði er ekkert margfaldaður.
Gefin eru líka refsistig (ekki fleiri en 10 stig sem eru dregin frá) sem eru í raun líka bara geðþóttaákvörðun stjórnanda en sumir stjórnendur meta aðrar myndir sendar inn af sama notenda eða jafnvel svör.
Þú þarft að ná samtals 50 stigum af 80 mögulegum til að myndin verði samþykkt… too bad.