Ég var að taka eftir því að ég er ennþá með aðgang að sögukubbnum, þ.e.a.s ég get ennþá sent inn á hann.
Þess má til gamans geta að það var Leifur/Mizzeeh sem gaf mér aðgang að kubbnum þegar ég skrifaði hinar massívu sögur Mizzeeh stolið.
Manstu Jóli, þegar ég var að skrifa Mizzeeh stolið og þú að skrifa Fight 4 The Sorp.
Spurning hvort maður ætti að skrifa sögu ef maður kemst í góðan sögufýling e-n tíman fljótlega.
En önnur spurning, hvernig stendur á því að það hefur ekki komið neitt inn á sögukubbinn síðan í janúar. Það er ekki eins og það taki langann tíma að skrifa sögu, eða einn kafla í sögu, svo lengi sem maður sé ekki með ritstíflu.
Allaveganna þá skora ég á ykkur sem hafið aðgang að sögukubbnum að skrifa sögu og senda inn, sjálfur er ég að pæla í því ef ég kemst í fýlinginn og dettur e-ð sniðugt í hug.
Bætt við 4. apríl 2008 - 14:40
Var að taka eftir því núna að seinasti kaflinn í Mizzeeh stolið kom aldrei inn, örugglega vegna þess að ég samdi hann aldrei, þ.e.a.s. seinasta kaflann.