Þessi könnun minnti mig á góða sögu, þar sem ég endanlega gerði útaf við það að Gallup hringir í mig.

Ég var heima hjá mér einn daginn að glápa á imbakassan ásamt föður mínum. Hringir þá síminn og ég svara og fer þá samtalið svona fram;
(G = Gallup og É =ég)
G - “Góðan daginn, ég er að hringja fyrir Gallup, er Húni við?”
É - “Nei, hann er ekki við.”
G - “Allt í lagi, takk fyrir”
Samtalið endar.

Svo u.þ.b. viku seinna hringir aftur, og aftaru svara ég í símann. Samtalið;
G - “Góðann daginn, ég er að hringja fyrir Gallup, er Húni við?”
É - “Nei, hann er staddur í Tælandi sem stendur, ætli hann komi ekki heim eftir viku, tvær.”
G - “Allt í lagi, takk fyrir samt”
Samtalið endar.

Tvem vikum seinna hringir Gallup aftur og ég verð það heppinn í þriðja sinn að svara, varð ég þá orðinn þreyttur á þessu helvíti og ákvað að enda þetta. Samtalið;
G - “Góðann daginn, ég er að hringja fyrir Gallup, er Húni við?”
É - “Ha? Hver?”
G - “Er Húni við?”
É - “Nei, hann er því miður búinn að kveðja þennan heim”
G - “Ha? Hvað meinaru?”
É - “Já sko, málið er að hann var í ferðalagi á Tælandi þegar hann lenti í því óhappi að verða fórnarlamb glæpagengis í Bangkok og varð myrtur”
G - “Guð minn álmáttugur”
É - “Hann gerði nú ekki mikið í málinu held ég”
G - “Ég samhyrggist innilega”
É - “Jájá, takk fyrir það, hættið nú að reyna hringja í hann, hann mun ekkert svara”
G - “Já, afsakið ónæðið og ég samhryggist”
É - “Já takk, bless”
Samtal endar.

Efast nú ég að Gallup reyni að hringja í mig þar sem ég er dauður maður :)

Varð bara að deila þessu með ykkur :)
/k