Ertu að grínast? Nei ókei þú veist bara ekki betur.
Það að fermast borgaralega er alls ekki bara léleg afsökun til að fá gjafir, þó það sé vissulega þannig hjá sumum rétt eins og með kristilega fermingu. Ástæðurnar geta verið mjög margar eins og t.d.
1. Að fermast í kirkju er staðfesting á trú, af hverju ekki að staðfesta trúleysi?
2. Stundum er talað um að það að fermast sé að vera tekin í fullorðinna manna tölu (ég lít alls ekki á það þannig en það gera það engu að síður margir), af hverju ekki að framkvæma einhvern veginn þannig athöfn þó maður sé ekki kristinn?
3. Það sem er kennt í borgaralegri fermingarfræðslu er án efa mun, mun gagnlegra, gáfulegra og dýpra en ruslið sem ég held að sé kennt í venjulegri fermingarfræðslu, t.d. rökræður og ýmsar heimsspekipælingar á grunnstig
Og einhver algengasta ástæðan: Fólk fermist bara til þess að fermast, og þá skiptir engu máli hvort það gerir og jú það er í rauninni miklu betra að það taki allavega þátt í uppbyggjandi og gáfulegri fermingarfræðslu og játi ekki trú sína á einhvern falsguð sem það trúir kannski ekki einu sinni á heldur fermist bara því það er “normið”
Og af hverju að gefa gjafir og verðlauna fyrir að játa trú sína á einhverju (sem oftast er ekki einu sinni til staðar og ef hún er til staðar er það oftast bara vegna þess að manneskjan telur það vera eðlilegt að trúa á guð) ? Af hverju ekki MUN frekar að gefa gjafir og verðlauna (ef það er á annað borð nauðsynlegt) fyrir það að taka þátt í gáfulegri og uppbyggilegri fræðslu, sýna fram á það að maður er þenkjandi einstaklingur og fylgi ekki bara helvítis flæðinu og fyrir það að vera nógu sniðugut að telja ekki að það sé til guð…ókei þetta seinasta er ekki nauðsynlegt þarna, langar bara að ítreka hvað mér finnst hugmyndin um guð heimskuleg.
Íslenska orðið ferming er þýðing á latneska orðinu “confirmare” sem þýðir að styðja og styrkja og borgaraleg fermingarfræðsla er einmitt til þess að styrkja einstaklinginn sem einstakling í samfélaginu, ferming er ekki upprunalega kristin athöfn.