Jæja, hvað segir þetta okkur?
http://img81.imageshack.us/img81/9708/sorpkz9.png
–
Að öðrum málum, er ég alveg úti á þekju eða er þetta ekki sama kvikindið og drap mig alltaf í vatnsborðunum í Super Mario 3?
http://img81.imageshack.us/img81/7941/lavalotuswm5.jpg
–
Að enn öðrum málum hef ég verið að dunda mér í Statetris undanfarna daga og er orðinn fjandi góður, metin mín:
Easy: 1:37
Medium: 2:13
Hard: 2:14
Áður en ég prófaði þennan leik vissi ég bara nöfnin á 3-5 fylkjum (California sem ég hélt að væri þar sem Florida er, Washington sem ég hélt að væri þar sem Montana er og Texas sem ég hélt að væri þar sem California er) - núna er ég nokkuð viss hvernig öll fylkin snúa og hvar þau eru, auk þess get ég nefnt andskoti mörg.
http://static.onemorelevel.com/games3/statetris.swf
Bætt við 28. febrúar 2008 - 00:04
Því má bæta við að ég þekki aðeins Akureyri, Egilsstaði og Reykjavík á Íslandi en ég er ekki öruggur á staðsetningu Akureyris - einn fjörður til eða frá …
Ég hef aldrei verið í landafræði í skóla. :