Er það erfitt að finna meðvitun þína renna í burt eða er það eitthvað sem fólk tekur varla eftir? Eru einhverjir óvæntir atburðir sem við finnum er líf okkar nálgast endann? Þetta eru spurningar sem hafa plágað vísindamenn og heimspekinga í margar aldir og það eru miklar líkur á því að þú kæri lesandi hafir einhverntíman hugsað út í þetta líka.
Enginn veit svarið við þessu öllu fyrir víst fyrr en hann upplifir þetta sjálfur, en nokkrir einstaklingar sem hafa nánast komið við dauðann en voru truflaðir á síðustu stundu geta oft veitt okkur nokkuð góða innsýn. Framfarir í læknisfræði hafa gefið okkur betri hugmyndir um hvað er að gerast þegar líkaminn gefur upp andann.
Dauðinn hefur tekið á sig margar myndir, en á einn hátt eða annan er það oftast súrefnisskortur (heilinn) sem slær lokahöggið. Hvort sem það sé hjartaáfall, drukknun, að kafna, til dæmis, þá deyr fólk oftast vegna þess að líkaminn skortir súrefni sem drepur heilann.
Ef að flæðið af súrefni til heilans stöðvast, sama hvaða aðferð er notuð, hefur fólk alltaf um það bil tíu sekúndur þar til það missir meðvitund. Það gæti samt sem áður tekið fleiri mínútur að deyja. Ef þú getur höndlað svolítið scary smáatriði varðandi dauðadaga þá skaltu endilega halda áfram að lesa!
Drukknun
Yfirborðsbaráttan fyrir súrefni
Dauði vegna drukknunnar hefur vissa dökka rómantík yfir sér: óteljandi fíkniefnaneitendur hafa séð endalok sín er þeir runnu undir öldurnar. Í raun þá er drukknun hvorki falleg né sársaukalaus, þó svo dauðinn gæti orðið undarlega skjótur.
Hversu hratt fólk deyr veltur á nokkrum hlutum, meðal annars sundhæfileikum og vatnshitastigi. Í Bretlandi þar sem vatnið er nær undantekningarlaust mjög kalt gerast flestar drukknanir minna en 3 metra frá öruggum stað. Tveir þriðju þeirra sem lenda í svona slysum eru góðir í að synda sem þýðir það (einhvernvegin) að fólk lendir í vandræðum á nokkrum sekúndum.
Vanalega, þegar fórnarlömbin átta sig á því að þau geta ekki haldið hausnum yfir vatni byrja þau að panikka sem er þessi klassíska “yfirborðsbaráttan fyrir andardrátt”. Þau grípa andann á lofti við yfirborðið og halda inni sér andanum er þau sökkva niður. Þegar þau eru að reyna að anda þá geta þau ekki kallað á hjálp. Líkamar þeirra eru lóðréttir, hendurnar aumlega krafsa upp eins og þau eru að reyna að klifra upp stiga sem er ekki til. Lífverðir í New York telja að þetta stig varir í um 20-60 sekúndur.
Þegar fórnarlömbin komast upp á yfirborðið halda þau inni sér andanum, vanalega í 30-90 sekúndur. Eftir það anda þau að sér vatni, hósta því útúr sér en anda svo meira vatn inn. Vatn í lunga blokkar náttúrulega allt. Þá færðu tilfinningu eins og það sé verið að rífa þig og brenna í bringunni á meðan vatnið fer niður öndunarveginn. Svo rennur það nokkurnvegin í rólegheit og fólk tekur lítið eftir því sem er að gerast í kringum sig, miðað við það sem lífverðir hafa séð og þeir sem lifa slíkt af hafa sagt frá.
Þessi rólegheitstilfinning er vegna þess að þú ert að byrja að missa meðvitund vegna loftskorts, sem endar svo með því að hjartað stoppar og heilinn deyr.
Hjartaáfall
Vinsælasta aðferðin
Eins og Hollywood lýsir því, skyndilegur sársauki, örvæntingarfull tilraun til að grípa í bringuna og að detta strax niður gerist vissulega í einhverjum tilvikum. En í týpískum “mycardial infarction” eins og útlenskir læknar kalla þetta, er þetta ekki jafn dramatískt og gerist hægt, byrjar á mildum óþægindum.
Algengustu einkennin eru að sjálfsögðu sársauki í bringu: eins og það sé þröngt eða verið að þröngva einhverju að, oft lýst eins og það sé fíll á bringunni, sem gæti verið stöðug tilfinning eða þá tilfinning sem kemur og fer. Þetta er nefninlega hjartavöðvinn að ströggla og deyja úr súrefnisskort. Sársaukinn getur náð til kjálkans, hálsins, baksins, magans og handleggjanna. Önnur einkenni er mæði, ógleði og kaldur sviti (cold sweats).
Flest fórnarlömb sækjast ekki eftir aðstoð strax, bíða að meðaltali í 2-6 klukkutíma. Konur eru verri, ábyggilega vegna þess að þau eru líklegri til að verða fyrir minna þekktum einkennum eins og skorti á anda, sársauka í kjálka og í baki og ógleði. Þeir sem hafa lifað þetta af sögðust bara ekki vilja vera til vandræða, þetta var að þeirra mati bara eins og meltingartruflanir, þreyta eða vöðvakrampar heldur en hjartaáfall. Auk þess eru mörg fórnarlömbin bara í afneitun.
Þessi bið kostar líf. Margir sem deyja vegna hjartaáfalls deyja áður en þau komast til spítala. Í raun er orsök dauða sú að venjulegur hjartsláttur hefur verið truflaður.
Minni hjartaáföll geta einnig skapað vandræði, ónáðað því sem stjórnar hjartavöðvanum og þar af leiðandi stoppar hjartað. Eftir um það bil 10 sekúndur missir manneskjan meðvitund og nokkrum mínútum seinna er hún dauð.
Meiri en 85% af þeim sem ná til sjúkrahúss lifa í yfir 30 daga. Sjúkrahús eiga nefninlega rafmagnsstuðtæki til að sjokka þig til lífs.
Að blæða út
Hversu hratt maður deyr fer eftir hvar blæðir. Stundum tekur það nokkrar sekúndur (ef að slagæðin við hliðina á hjartanu sundrast t.d. eftir hátt fall eða bílslys).
Dauðinn kemur hægar ef að minni æð er í sundur - jafnvel eftir marga klukkutíma. Þá færðu svokallað “haemorrhagic shock”. Venjulegt fullorðið fólk hefur 5 lítra af blóði. Ef þú missir 750 millilítra færðu nokkur einkenni. Ef einhver missir 1 og hálfan lítra verður hann þyrstur, aumur/slappur og órólegur og myndi anda hratt. Eftir 2 lítra verður fólk ringlað, ruglað og að lokum missir það meðvitund.
Eldur
Oftast eru það eiturgufur sem drepa mann
Lengi var þetta örlög norna og galdramanna. Að brenna til dauða er pynting. Heitur reykur og logar láta augnbrýr og hár sviðna, hálsinn og öndunarfarvegirnir brenna sem gerir það erfiðara að anda. Brunar valda umsvifalausum og mjög miklum sársauka í gegnum örvun á sársaukataugarnar í húðinni. Ef að þetta er ekki nógu vont nú þegar; þá valda brunar því að húðin verður enn næmri sársauka í kringum dauðu vefina sem brunnu.
Á meðan bruninn heldur áfram að éta líkamann tapast einhver tilfinning en ekki mikil.
3-stigs brunar eru ekki jafn sársaukafullir og 2-stigs brunar vegna þess að aðaltaugarnar eru skemmdar. En þessi munur skiptir samt engu máli, 3-stigs brunar eru samt hryllilega sársaukafullir.
Sumir þeirra sem hafa lifað af 3 stigs bruna segjast ekki hafa fundið fyrir sársauka á meðan þeir voru enn í hættu eða ætluðu sér að bjarga öðrum. Þegar adrenalínið og sjokkið hverfur hinsvegar þá kemur sársaukinn mjög hratt í stað. Það er lítið sem læknar geta gert gegn sársauka enn sem komið er í tilvikum bruna.
Flestir þeirra sem deyja í eldi deyja ekki vegna bruna heldur innöndun á eiturgufum - carbon monoxide, carbon dioxide og jafnvel hydrogen cyanide - saman með súrefnisskorti. Í könnun sem var gerð í Noregi dóu nánast 75% af 286 manneskjum sem gengust undir krufningu vegna þessa efna sem þau anda að sér.
Það fer eftir því hve stór eldurinn er og hversu nálægt þú ert hversu mikil áhrif eitrið hefur. Hausverkur og sljóleiki í nokkrar mínútur sem veldur svo yfirliði. 40% þeirra sem hafa látist í eldi heima hjá sér í svefni hafði liðið yfir áður en þau náðu að vakna úr svefninum. (Seriously, fáið ykkur reykskynjara, ekki miklar líkur á því að þú vaknir við hitann því eiturgufurnar hafa slegið ykkur út áður en þið finnið hita)
Af með hausinn
Nánast dauður strax..
Að afhausa mann er svolítið ógeðslegt en er samt ein fljótasta aðferð til að drepa mann - þ.e. ef að sá sem tekur hausinn af kann sitt fag, sverð hans vel beitt og fórnarlambið er kjurt.
Hafið þið ekki séð tækið þar sem að maður ýtir á takka eða slíkt og blaðið fellur niður á þann sem liggur fastur? Jæja, það var notað af Frökkum fyrst og þeir sem horfðu á sáu að dauðinn var mjög skjótur.
Þú heldur samt meðvitund eftir að mænan er aðskilin frá hausnum. Það tekur 2.7 sekúndur fyrir heilann að nota það súrefni frá blóðinu í hausnum í rottum og reiknað var að það tæki þá 7 sekúndur fyrir manneskju. Margar heimildir segja frá að andlitin, þá helst augun og munnurinn, grettu sig alveg upp að 15-30 sekúndum eftir að blaðið lenti, en ekki er staðfest hvort þetta hafi verið dauðakippir eða annað.
Ef þú missir hausinn vegna einhvers annars en afhausunartækis og jafnvel ekki einu sinni með skörpum hníf þá ertu með meðvitund mun lengur og finnur sársauka lengur en ella. Það tók t.d. manninn sem bar öxina þrjár tilraunir að drepa Mary skotadrotningu árið 1587. Hann varð að klára með hnífi.
Margaret Pole átti að vera drepin í Tower of London en hún neitaði að leggjast niður. Óreyndi maðurinn með exina hjó í hana standandi en hitti í öxlina. Samkvæmt vitnum stökk hún niður og var elt niður af manninum sem náði loks að drepa hana - eftir 11 axarhögg.
Raflost
Hjartað og heilinn eru viðkvæmust
Þegar þú færð rafstuð frá innstungu eða tæki sem fest var í innstungu deyrðu oft vegna hjartastopps. Eins og sagt var áður tekur þá 10 sekúndur fyrir meðvitundarmissi. 92% deyja vegna hjartastopps.
Meira rafmagn getur valdið meðvitundarmissi samstundis. Rafmagnsstólinn var gerður til þess að þú missir meðvitund strax og fyndir engan sársauka - aðeins betra en henging - með því að senda rafmagn í gegnum heilann og hjartað aðallega.
“Electrodes” varð að setja báðu megin á hausinn á hundum til þess að vera viss um að nógu mikið rafmagn færi í gegnum heilann til þess að valda meðvitundarleysi.
Mestu sárin eftir rafmagnsstóla eru brunar á haus og fótum. Þetta gerist samt eftir rafmagnsstuðið og í flestum tilvikum eftir að maðurinn deyr.
Sumir vísindamenn segja samt að hauskúpan ver heilann frá rafmagninu að einhverju leiti og því deyja margir fangar vegna ofhitnun heilans eða köfnun vegna þess að vöðvarnir sem þú notar til þess að anda eru lamaðir. Hvort sem er - ekki þægilegt að deyja á þann hátt.
Fall
Ef það er mögulegt, lentu með fæturnar fyrst
Hátt fall er fljótasta leiðin til þess að deyja. 200 km hraði næst frá hæð um 145 metrum eða meira. 75% deyja innan við nokkrar sekúndur eftir lendingu úr slíkum hraða.
Nákvæmlega hvað drepur mann fer eftir ýmsu, hvernig þú lendir og í hvaða stellingu. Fólk mætir ekki oft á sjúkrahús ef það lendir á hausnum (sem gerist oftast ef þú dettur frá 1-10 metra hæð eða hærra (um 25 metrar). 100 stökk frá Golden Gate brúnni í San Francisco (75 metrar = 120 km hraði) voru mjög margir sem dóu samstundis vegna höggs á lungun, lungun féllu saman, hjartað sprakk eða slagæðarnar og lungun eyðileggjast vegna brotinna rifbeina.
Þeir sem lifa af há föll segja frá því að þeim fannst tíminn hægja á sér. Náttúrulegu viðbrögðin er að reyna að lenda með fæturnar fyrst sem brýtur beinin þar, jafnvel líka neðri parturinn af mænunni og lífshættulegasta raunin: skemmdir á líffærum af völdum brotinna rifbeina.
Henging
Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar.
Ps; Lesiði LoveSta