Ójá, þið ætlið að læra! Ég hvet ykkur til þess að lesa þetta og segja mér hversu áhugavert ykkur finnst þetta efni, því mér finnst þetta óendanlega áhugavert og fyndist það skrýtið ef einhverjum myndi finnast annað.

Sprengistjarna
Orðið sprengistjarna var búið til á 20. öld af STÓRskrýtnum stjarneðlisfræðingi, Fritz Zwicky. Zwicky kom til Tækniháskólans í Kaliforníu upp úr 1920 og varð brátt alræmdur fyrir ruddalega framkomu og óútreiknanlega hæfileika. (svona eins og klár hnakki - svolítið paradox)

Hann virtist ekki áberandi skarpur og margir samstarfsmanna hans töldu hann lítið annað en óþolandi fífl. Hann var hnakki, skellti sér oft á gólfið í mötuneyti háskólans og gerði armbeygjur með öðrum handleggnum til að sýna vaskleika sinn öllum þeim sem dirfðust að efast um hann (ég plata yður ei). Hann var alræmdur fyrir yfirgang og framkoma hans varð loks svo ógnandi að nánasti samstarfsmaður hans, ljúfmenni að nafn Walter Baade, neitaði að vera einn í návist hans.

Zwicky sneri sér svo að leyndardómi sem lengi hafði vafist fyrir stjörnufræðingum. Óútskýranlegir ljósdeplar. Nýjar stjörnur.

Honum flaug í hug að ef stjarna félli saman í þann þéttleika sem finnst í kjarna frumeinda yrðu útkoman svo samanþjappaður kjarni að það er óhugsanlegt. Ímyndaðu þér milljón níðþungar fallbyssukúlur sem þjappað væri saman í kúlu á stærð við marmarakúlu. Svo þétt!

En svo fattaði hann að þegar svoleiðis stjarna hrynur yrði mikil orka afgangs. Nóg til að skapa mesta hvell í heimi. Hann kallaði þá sprengingu sprengistjörnu.

Zwicky varð einnig fyrstur að átta sig á því að það er ekki nærri því nógur sýnilegur efnismassi í alheiminum til að halda vetrarbrautum saman, það hlyti að vera e-ð annað sem hefði þyngdarafl = það sem við nú köllum hulduefni.

Hann fattaði samt ekki að ef að nifteindastjarna (þessi fallbyssukúluþunga dót) yrði nægilega þétt þá gæti ekki ljós sloppið úr klóm þess gríðarlegs þyngdarafls. Þá yrði til svarthol.

Því miður var hnakkinn svo hataður af öllum sem unnu með honum að enginn hlustaði á hann :{

Fimm árum síðar backstabbaði hinn merki Robert Oppenheimer hann Zwicky þegar hann skrifaði tímamótaritgerð um nifteindastjörnur því hann minntist ekki EINU orði á verk Zwickys þó svo hann hafi unnið að sama viðfangsefni í skrifstofu aðeins utar á ganginum.