12 trikk sem þú getur kennt líkama þínum

Ofurheyrn!
Ef þú ert í mergð manna og heyrir ekki hvað fólk er að segja skaltu halla hægra eyranu að. Hægra eyrað er betra en það vinstra í að fylgja hröðum takti tals samkvæmt fólkinu hjá UCLA David Geffen School of Medicine.
En á hinn bóginn ef að þú ert að reyna að heyra hvaða lag er verið að spila í kringlunni eða í búðinni sem þú ert í skaltu halla vinstra eyranu í átt að hljóðinu. Vinstra eyrað er mun betra í að pikka upp tóna.

Þarftu á klósettið?
Þarftu að pissa? Ekkert klósett nálægt? Hugsaðu um Jessica Simpson. Það að hugsa um kynlíf tekur heilinn fram yfir allt svo þú munt ekki finna jafn mikið fyrir þessari þörf, segir Larry Lipshultz hjá Baylor College of Medicine. Þetta virkar …

Enginn sársauki
Þýskir rannsóknarmenn hafa komist að því að ef þú hóstar á meðan þú færð sprautu þá minkar það sársauka nálarinnar. Samkvæmt Taras Usichenko, höfund rannsóknar af þessu fyrirbæri, veldur trikkið því að þrýstingur myndast snöggt í bringu og mænurásinni (spinal canal) sem lokar á sársaukapartinn af mænunni.
Ég hef reyndar reynt þetta. Líkaminn kipptist við og nálin fór lengra inn, það var mjög undarleg tilfinning.

Lagaðu tannpínu án þess að opna munninn!
Nuddaðu ís á bakhlið hendinnar þinnar, á V-lagaða vefja svæðið á milli þumal- og vísifingurs. Kanadísk rannsókn sýndi fram á það að þetta minnkar sársauka alveg að um 50% miðað við að nota engann ís. Taugakerfið virkar þannig að þegar þetta svæði er örvað þá örvast líka sá hluti heilans sem blokkar sársaukamerki í andliti og höndum.

Láttu bruna hverfa
Þegar þú setur puttann óvart á heita hellu skaltu hreinsa húðina og þrýsta létt á með fingurgómunum á hinni hendinni. Ís mun taka sársaukann burt fljótar, segir Dr. DeStefano, en þar sem náttúrulega aðferðin kemur brenndri húð í venjulegt hitastig eru mun minni líkur á því að húðin fái blöðrur.

LÁTTU HEIMINN HÆTTA AÐ SNÚAST
Aðeins of margir drykkir gert þig ringlaðan? Ah, sem betur fer er lausn. Legðu hendina þína á eitthvað stöðugt. Sá partur eyrans sem sér um jafnvegi flýtur í vökva jafnþykkt blóði. Þar sem að alkóhól þynnir út blóðið ruglast því jafnvægisskynið sem ruglar heilann. Þegar þú leggur hendina þína á kjuran stabílan hlut fær heilinn aðra skoðun og þú færð betra jafnvægi.

Hlaupastingur
Það eru ekki allir sammála um hvað veldur hlaupasting, en í mörgum tilvikum þá gerist það þannig að þegar þú hleypur og stígur í hægri fótinn þá andar þú út. Þetta veldur þrýstingi á lifrða (sem er á hægri hliðinni í líkamanum þínum) sem ýtir við þindinni og býr til sting í hliðarnar samkvæmt The Doctors Book of Home Remedies for Men.
Hvernig á að laga? Anda út þegar vinstri fóturinn lendir.

Stoppaðu blóðnasir
Að klípa í nefið og halla þér aftur er frábær leið til að stöðva blóðnasir - ef þú vilt kæfa þig á eigin blóði! Betri aðferð: Bómull á efra tannholdið – rétt undir litlu holunni fyrir neðan nefið þitt – og ýttu. Fast.
“Most bleeds come from the front of the septum, the cartilage wall that divides the nose,” segir Peter Desmarais, M.D., eyrna-, nef- og hálssérfræðingur hjá Entabeni sjúkrahúsinu, í Durban, Suður Afríku. “Pressing here helps stop them.” (get varla þýtt þetta rétt)

Brainfreeze
Þrýstu allri tungunni að “þakinu” í munninum, reyndu að hylja eins mikið af gómnum og þú getur. Þar sem taugarnar í þakinu á munninum kólna gífurlega heldur líkaminn þinn að heilinn sé að frjósa líka. Þá ofhitnar hann, sem veldur þessum sársauka sem við köllum “brainfreeze”. Því meiri þrýsting sem “þakið” í munninum fær því hraðar fer verkurinn.

Vektu dauðann!
Ef hendin þín sofnar á meðan þú ert að keyra eða situr í undarlegri stellingu skaltu rugga hausnum til hliðanna. Það drepur náladofann á undir einni mínútu segir Dr. DeStefano. Að losa hálsvöðvana aðeins léttir þrýstinginn.

Andaðu neðansjávar
Ef þú vilt virkilega ná í hundraðkallinn sem er á botninum á sundlauginni skaltu anda nokkrum sinnum stutt – ofanda í raun. Þegar þú ert neðansjávar er það ekki súrefni sem þig skortir og lætur þig panikka; heldur uppsöfnun af koltvísýringi, sem hækkar sýrustigið í blóðinu þínu, sem sendir skilaboð til heilans um að eitthvað sé að. Þegar þú ofandar lækkar sýrustigið, sem platar heilann - lætur hann halda að hann hefur meiri súrefni en hann hefur í raun. Þetta kaupir þér alveg upp til 10 sekúndur ^.^

Ofurminni
Allt sem þú lest áður en þú sofnar er líklegra til þess að fara í langtímaminnishlutann af minninu þínu.
Heimildir:
http://www.menshealth.com/cda/article.do?site=MensHealth&channel=health&category=other.diseases.ailments&conitem=98f183b403517010VgnVCM200000cee793cd____
chemo.. etc

Bætt við 25. febrúar 2008 - 01:39
Með fyrirvara um kjánalegar ritvillur, stafsetningarvillur, fljótfærnisvillur, þýðingarvillur og fleira. Ég las þetta ekki yfir og margt var beinþýtt með misgóðum árangri.