Undanfarna tvo daga hef ég verið að klára myndband um rannsóknarverkefnið mitt í Félagsfræði og einnig skrifa ritgerð um íslenska stjórnmálaflokka í aldanna rás. Þetta þýðir að ég hef setið við tölvuna mína í u.þ.b. tólf klukkutíma, pikkað inn í Word, surfað Wikipedia og hlustað á allar Sigur Rós plöturnar í gegn, mörgum sinnum. Hlusta á þær til að koma mér í “stuð.”

En Sigur Rós er mergjuð hljómsveit.

En jamm, verð að klára sjöundu blaðsíðuna sem fjallar um Sjálfstæðisflokkinn.

Enjoy að vera ekki í Framhaldsskólafélagsfræði meðan þið getið. ;)

P.S. Hafið þið tekið eftir því hvað það er lítið af MSN köllum í txtanum mínum? Ég er sko enginn Laddis! (No offense samt Eysteinn kall, þúrt ágætur)