jæja ég ákvað að segja frá laugardeginum mínum af því þetta var ekki mjög skemmtilegur laugardagur.
Þetta byrjaði allt þannig að ég átti að vinna á kökubasar fyrir liðið sem ég þjálfa og ég átti að vinna frá 10 - 11 en ég sef yfir mig og mæti allt of seint. Það var ömurlegt að vina þennan fyrsta klukkutíma en nei nei þá kemst bróðir minn ekki á sína vakt svo ég þarf að covera fyrir hann. Svo er ég næstum að komast heim þegar konan sem ætlaði að skutla mér klippir í puttan á syni sínum ( óvart) og hann þarf að fara uppá heilsugæslu ( sem var bara fyrir ofan) en þau voru í meira en 1 og hálfan tíma að laga puttan á honum og það þurfti að sauma tíu spor. Þá var búið að plata mig og vinkonu mína í það að taka aðra vakt klukkan 2 og vera vaktstjórar eða eitthvað og þegar þau ( mamman og strákurinn) voru loks komin niður var bara hálftími þangað til ég átti að byrja aftur svo það tók því ekkert að ara heim til að labba strax af stað aftur fyrir mig svo ég sat bara og beið í þennan hálftíma.Ég fór reyndar upp á bókasafn og ætlaði að finna mér eitthverja bók til að lesa og þá sá ég myndasögur um múmínálfana og ég er múmínálfafan svo ég tók þær og var bara eitthvað að lesa þær þangað til ég átti aftur að byrja að vinna. Svo var þetta bara geðveikt ömurlegt við vorum þarna 2 aleinar að reyna að selja eitthverjer kökur ssem voru orðnar að klessum en tókst samt að selja allar nema 3 svo föttuðum við að við vissum ekki hvernig við ættum að komast heim því það var fullt af dóti þarna sem við þurftum að taka með okkur plús það að við keyptum okkur pizzu af því að við höfðum ekkert fengið að borða nema nammi. Svo ég þurfti að spurja eiithverja stelpu sem ég var með í leikfimi hvort við mættum hringja hjá henni af því símarnir okkar voru báðir dauðir svo komust við loksins hei og borðuðum pizzuna okkar. Þá var ég að fara að gera laufabrauð með frænkum mínum og þá kom í ljós að frænkur mína sem eru 7 og 8 ára eru betri en ég að gera laufabrauð og samt hef ég verið að gera þetta síðan ég var 5 ára eða eitthvað svo mér leið ömurlega þarna svo loksins kemst ég heim og er þá bara í eitthverju chilli og fer bara til vinkonu minnar og við vorum bara eithvað að chilla til 11 og þá fór ég heim að chilla og lesa í múmíálfabókunum og svo fór ég bara að sofa.
svo dagurinn minn var bara kökubasar frá 10 til 16 og svo hörku niðurlæging og svo ekkert hversu ömurlegt