Munið þið eftir að hafa sett um jólaskraut um jólin 2006? Það gerði ég líka. Og nágrannar mínir. Eini munurinn á jólaskreytingum þeirra og okkar er sá að þeir tóku þau ekki niður þegar jólin voru yfirstaðin.
Þá var apríl (r sum) og ég var bara að chilla og þvo mér um hendurnar á baðherberginu þegar ég lít út um gluggann. “Nauh! Nágrannarnir ennþá með jólaseríurnar?” hugsa ég þegar ég sé blá ljósin sem fylla gluggann þeirra.
Svona er þetta út allt sumarið og ég er orðinn virkilega pirraður. “Af hverju geta þau ekki drullast til að taka þetta niður? Hvað er að þeim? Það tekur sjarmann úr jólunum að þurfa að horfa upp á þau á hverju kvöldi!”
Svo kom Nóvember og ég var löngu búinn að gefast upp á að þetta væri fólk sem tæki niður skrautið sitt. En hvað gerist svo?
Í seinustu viku var ég kíki aftur út um gluggann og ég sé að jólaseríurnar eru farnar. Auðvitað bregður mér en hugsa að kannski séu þær bara bilaðar eða eitthvað. En næsta kvöld eru þær ekki heldur þarna. Og þar næsta. Og hafa ekki verið uppi síðan þá.
Er hægt að vera skrýtnari?
Varð bara að koma þessu frá mér.
P.s. Hvernig viljið þið helst deyja?
En hvernig viljið þið að ég deyji?
En þessi gaur *bendir á einhvern kauða úti á götu*?