Ok hérna ætla ég að segja ykkur frá atburði sem átti sér stað fyrr í dag..

Ég er vanur að keyra framhjá perlunni á leiðinni heim til mín úr skólanum og fer stundum aðeins út að labba í öskjuhlíðinni,gerði það áðan og þettað er það sem gerðist…


Ég lagði bílnum mínum í stæðin fyrir framan, í stæðinu á móti mér var frekar nýlegur AUDI og Jakkafatagæji inni í bílnum sem var ekki að gera neitt, bara sitja… Ég kippi mér ekkert upp við það svosem og fer bara í úlpuna og labba út og læsi bílnum. Gott Gott

Svo byrja ég að labba þarna göngustíg og er búin að labba svona umþaðbil 50 metra þegar ég sé að jakkafatagæjinn á AUDI-inum er að labba á eftir mér…. í rigningunni.

Ég lít við á svona 2 mínútna fresti (var 20 mín að labba ) og alltaf er gæjinn svona 50 metra í burtu frá mér… jafnvel þótt ég hafi stoppað 2-3svar…

Ég var orðinn soldið smeikur þannig að í næstu beigju sem ég komst í “hvarf” frá honum tók ég sprettinn og inn í skóg og hætti ekki fyrr en eftir sona 20 sek að hlaupa… svo lít ég við og sé svona niður á göngustíginn því ég hljóp sko upp og sé kallin í gegnum trén vera standani þarna hjá beigjunni og er að horfa í kringum sig… svo snýr hann við og labbar tilbaka…

Gæji í jakkafötum… í rigningunni… að elta mig… velur alltaf sama göngustíg og ég…. og snýr við þegar ég hverf….

Thats fucking weird…
(BTW þettað er dagsatt og þettað var að gerast bara núna áðan )
I will never doubt the power of those in love.