Afhverju lærum við? Við situm allan dagin í skólastofu, við fullt af heimskum krökkum að áliti kennarana, og 1 kennari, afhverju ræður kennarinn i stofunni,krakkarnir er mikið fleiri. Og mikið kjaftforari, samt lútum við kennurunum eins og þeir séu jesús kristur mannsbarnið sjálft. Afhverju förum við eftir reglum, mætum í tíma eins og þjóðfélagsfræði, landafræði,náttúrufræði. Verðum við að vita hvað ljóstíllifar og vera sérfræðingar i sniglum? HVER ER TILGANGURINN? Afhverju mætum við í íþróttir? Er ekki nóg að hlaupa i skólan á morgnanna með buxurnar á hælunum og ipodin i eyrunum að verða sein?

Það mætti líkja okkur við górillum i búrum. Við erum unglingar á kynþroskaskeiði öll að deyja úr svitalykt og stelpurnar stríðsmálaðar í skólastofu. Við situm,lesum og skrifum og hlustum á Jesú Krist. Við gætum þess vegna talað við ljósastaur í staðin fyrir að reyna fá svör útúr kennurum, þau eru svo montin,. “ við höfum lært uppeldisfræði og farið í háskóla, þið eruð 14-16 ára börn sem vitið ekki hvernig á að skeina ykkur”

Kennarar koma OFT illa framm við nemendur og komastu upp með það, og við nemendur leyfum þeim það, AFHVERJU, afhverju sitja kennarar ekki við skólaborðin og hlusta á nemendur, það er ekki fyrr en i lífsleikni sem nemendur geta komið einhverju á frammfæri. Og þá ekki miklu.. afhverju leyfa nemendur þessu að viðgangast…? Það eru nokkrir sem brjóta af sér í skóla og brjóta reglur, fara út í fríminutum og reykja, skrópa og standa í hárinu á kennurum, á meðan hinir horfa á blýantin i hendinni á sér og pæla afhverju þau eru að skrifa, afhverju eru við ekki úti eins og hinir.
Afhverju spyr ég bara, afhverju leyfum VIÐ, “við sem erum MEIRIHLUTINN” afhverju leyfum við þessu að viðgangast.

En auðvitað er þetta bara ritað úr haus 15 ára stúlkukind, hvað veit ég svosem um þetta.
Pæling?
Viltu bíta mig?