Það breytir því ekki að þau eiga að sjálfsögðu að fá að ræða málið saman á málefnalegum nótum, og það sem er ómálefnalegt (samanber “Helvítis tussa!” og álíka rökleysukjaftæðu) getum við stjórnendur einfaldlega fjarlægt. Fannst alveg hreint út sagt fáránlegt að læsa umtöluðum þræði og ætlaði að fara að aflæsa honum þegar hann var horfinn, sem mér finnst algjörlega fáránlegt nema, þá að sendandi þráðs hafi beðið um að láta eyða honum og í því tilfelli er það að sjálfsögðu skiljanlegt.
Ef honum var hinsvegar eytt eingöngu til að þagga niður málið, finnst mér það mjög slæmt, verið að þagga niður mál því það passar ekki inn í “fullkomna ímynd sorpsins allir glaðir ekkert skítkast jei jei” og það er vægast sagt kjánalegt ef svo er. Fólk á að sjálfsögðu að fá að tjá sig á málefnalegu nótunum hérna þó að það sé um eitthvað alvarlegt mál með einhverjum ágreining í.
Það á ekki að þagga niður mál bara því þau passa ekki í einhverja brenglaða útópíu hugmynd.
En eins og ég sagði, ef hún bað um það var þetta náttúrulega hárrétt ákvörðun.
Bætt við 8. nóvember 2007 - 00:48
Vill samt taka fram að ég er ekki með leiðindi við einn eða neinn, einfaldlega að koma því á framfæri hvað mér finnst um þetta mál án þess að vera með neitt diss á neinn beint.