Þetta var John Kerry fyrrum forsetaframbjóðandi. Þetta var ekki psychopath, hann fór að spyrja um viðkvæmt efni. Ef þú hlustaðir á spurninguna þá hafði hún að gera með grunsemdir hans, og margra annarra, um kosningarsvindl. Þetta hafði að gera með ásakanir um að Bush hafi svindlað í forsetakosningum og þess vegna var honum ekki leyft að klára.
Og jú þetta var nemandi í þessum skóla. Hann átti rétt á að spyrja John Kerry. Þetta var brot á málfrelsi, málið er það að þessir lögreglumenn höfðu aldrei rétt fyrir sér að byrja að handtaka hann og/eða henda honum út. Af sjálfsögðu streitist hann á móti, það er verið að brjóta á honum og hans málfrelsi sem Amerískur ríkisborgari. Og fyrir það var hann kærður, “resisting arrest”
Við sjáum þetta mál augljóslega ekki í sama ljósi.