Hefurðu lesið notkunarskilmálana? Skal vitna í fáeinar reglur fyrir þig.
Nr.5:
“Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur sem almennt eru viðurkenndar á Internetinu. Ærumeiðingar, tilhæfulausar ásakanir og árásir á aðra notendur eru ekki liðnar. Þursar(e. ”Trolls“), þ.e.a.s. þeir sem hafa það eina markmið að koma af stað rifrildum, eru ekki umbornir. Stjórnendur áhugamála og yfirstjórnendur huga meta það hverju sinni hvort viðkomandi notandi sé að þursast eður ei.”
Nr.11:
“Óheimilt er að birta efni á Huga (þar með talið kasmír síðum) sem ekki er í samræmi við lög og reglur eða almennt velsæmi, þar með talið ærumeiðandi efni.”
Nr.12:
“Hugi.is áskilur sér rétt til að ákvarða hvort tiltekin samskipti teljast brjóta í bága við þessar reglur.”
Með því að skrá þig á þessa síðu ertu að samþykkja að framfylgja þeim reglum sem eru hér við lýði. Ef þú brýtur þær hefur hugi löglegan rétt til að banna þig frá síðunni og/eða ritskoða efni sem þú hefur sent inn, þarsem þú hefur skrifað undir rafrænan samning þess efnis að framfylgja reglum huga á meðan þú notar síðuna. Þú samþykktir sjálfur að skerða tjáningarfrelsi þitt með því að skrá þig hér, vissirðu það ekki?
Stjórnarskráin, 65.grein:
"[Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti."
Það flokkast undir mannréttindi að halda æru sinni. Ærumeiðingar eru skerðing á mannréttindum, og þarafleiðandi stjórnarskrárbrot.
Almenn hegningarlög:
" 233. gr. Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 125. gr.
[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)
1)L. 135/1996, 2. gr. 2)L. 82/1998, 126. gr. 3)L. 96/1973, 1. gr.
234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. gr.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 128. gr.
236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það …1) fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 2 árum."
Þarna yrðir ekki aðeins þú sakfelldur, heldur einnig hugipunkturis. (og hver, sem ber slíkt út..) Frelsi þitt og réttindi ná aðeins að frelsum og réttindum næsta manns.
Hinsvegar gætir þú ekkert sagt ef laddis svaraði fyrir sig, en ég hef ekki enn séð hann skítkasta á móti og er það virðingarvert. Ástæðan er annars eftirfarandi grein hegningarlaga:
“239. gr. Heimilt er að láta refsingu samkvæmt 234. og 235. gr. falla niður, ef tilefni ærumeiðingar var ótilhlýðilegt hátterni þess manns, sem telur sér misboðið, eða hann hefur goldið líku líkt.”
Svo má til gamans einnig skella inn enn einni grein:
" 232. gr. [Ef maður brýtur gegn nálgunarbanni samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að 2 árum.]1)
Hver, sem opinberlega leggur annan mann í einelti með vísvitandi ósönnum skýrslum, sem lagaðar eru til þess að lækka hann í áliti almennings, sæti sektum eða [fangelsi]2) allt að 1 ári."
Ertu enn jafnsammála um að allt skítkast úr munni/fingrum þér sé löglegt?
Ef þér dettur hinsvegar í hug að skjóta inn því að ritskoðum megi aldrei í lög leiða, lestu eftirfarandi stjórnarskrárgrein afar vel:
“ 73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]”
"[til verndar] réttinda eða mannorðs annarra"
Ertu núna sannfærður um að þú eigir að halda niðrandi skoðunum fyrir sjálfan þig?
Bætt við 15. október 2007 - 22:19
að frelsi og réttindum manna*