Ég vinn sumsé í barnafataverslun, og fólk er að gera mig gjörsamlega geðveika. Ég fer alltaf reið heim úr vinnunni, af því að amk 2 ömurlegar gellur hafa komið inn með því hugarfari að kúka yfir allt og alla. Þá er ég að tala um snobb gellur á aldrinum c.a 27-32. Þær koma inn í fínu kápunum sínum, á fínu stígvélunum og spurja mig hvaða stærð þær eigi að kaupa á börn vinkvenna sinna.
Ég:“Hvað er barnið gamalt?”
Tík: “Hún er 6 mánaða, en stór”.
Ég: “Myndirðu þá vilja taka 12 mánaða á hana, eða viltu taka 18? því þetta eru svolítið lítil númer.”
Tík: “Það veit ég ekki! þess vegna er ég að spurja þig!”
Ég: “Já, veistu hvað barnið notar í cm eða er margir cm?”
Tík: “Nei?! *kaldhæðnisrödd* ég á ekki þetta barn!”
Ég: “Nei… þá er náttúrulega spurning…”
Tík: “SPURNING HVAÐ?? HVERSU LÍTIL NÚMER ERU ÞETTA?”
Ég (að verða geðveik): “undir venjulegum kringumstæðum er fólk að taka 12 mán á 6 mánaða íslensk börn, en þar sem hún er stór, þá er spurning um að taka 18 mánaða.”
Tík: “Já ég vil ekki að þetta endi uppi í skáp ónotað og dottið úr tísku þegar barnið getur loksins farið að nota þetta!!!”
Ég: “Já ég skil þig, svo er náttúrulega alltaf hægt að skila/skipta”.
Tík: “Já hún býr í svíþjóð!! gæti hún skipt þessu í desember?”
Ég: “Nei því miður þá..”
Tíkin strunsar út….
Þetta er aðeins dæmi um samtal milli mín og venjulegrar snobbgellu. Samt mjög algengt dæmi. Og ég reyni alltaf að vera mjög kurteis!
ARGGGG!!!! ..þið afsakið mig…
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”