Ég hata að búa í stofu. Þetta er svona eins og að eiga sitt eigið herbergi, nema bara að allir gestir sem koma á heimilið eru leiddir inn í þitt herbergi og mega rusla allt til og fikta í dótinu þínu eins og þeim sýnist afþví þú ert ekki þarna.
Ég er lasin, og ætlaði að leggja mig áðan. Náði að sofna og var orðin frekar friðsæl eftir korter. Svo vaknaði ég við að súper-ósjálfbjarga faðir minn gat ekki leitað einn að sjónvarpsfjarstýringunni og þurfti að vekja mig til að finna hana, en ég fann hana ekki og lagðist pirruð aftur í “rúmið” mitt [sófann].
Ég sofnaði ekki, en dottaði smá og vaknaði síðan aftur við að pabbi hafði fundið fjarstýringuna og kveikti á sjónvarpinu, stillti á einhverja kábojmynd með nógu miklum skothríðum og hávaða til að vekja mig og einhver var að saga pappakassa hérna inni.
Ég var of pirruð til að geta sofnað aftur og leitaði því til næstbesta vinar míns, tölvunnar. Je.