…þá væru fleiri í vinnu eins og ég er í.

Ójújú ég er í unglingavinnunni… mér samt blöskraði þegar ég var að rifja upp hvað við höfðum gert um dagana.
Við bjuggum til stíflu í einhverjum læk, tók það mest allan daginn.
Óðum svo út í á til að sækja einhverja tunnu, fórum svo í sólbað útá sandrifi alveg lengst útí Eyjafjarðará :)
Við sprautuðum vatni á geitungabú lengi lengi.. :)
Við fórum í risavaxið berjastríð, er án efa með marbletti útaf risa hlunka berjum sem var kastað í mig :)
förum annan hvern dag að kaupa okkur ís :) höngum þar lengi að gera ekki neitt :')
Þegar við erum að slá þá búum við til risastórar heyhrúgur og förum svo í keppni hver bjó til stærstu heyhrúguna.

Þetta fæ ég borgað fyrir, ekki mikið en svona pínu :)

ef lífið væri fullkomið krakkar mínir..