Flest fólk veit ekki um þetta… kannski eruð þið ekki flest fólk…En svona er gátan:
Tvær járnbrautarlestir leggja af stað á sama tíma, önnur frá stað A en hin frá stað B. Báðar ferðast þær með hraðanum 50 km/klst og 100 km eru milli staðanna. Járnbrautin liggur eftir beinni línu.
Býfluga leggur einnig af stað frá stað A á sama tíma og lestin og flýgur meðfram járnbrautarteinunum í átt að stað B. Býflugan er fljót í förum og flýgur á hraðanum 70 km/klst. Þegar hún mætir lestinni sem kemur frá stað B verður hún hrædd og snýr við í átt að A. Skömmu síðar nálgast lestin frá A býfluguna, sem snýr enn við. Svona gengur þetta þangað til lestirnar tvær mætast, en þá verður verður flugan svo hrædd að hún drepst og fellur til jarðar.
Flugan ferðaðist 70 km.